Hjá Vörukaup erum við með öfluga verslunardeild sem sérhæfir sig í þjónustu við matvöruverslanir og sérvöruverslanir. Vörukaup eru með umboð fyrir mörg af stærstu merkjunum í verslunarinnréttingum, lagerinnréttingum, kælum og frystum. Einnig erum við með á lager mikið úrval af upphengilausnum og auglýsingaskiltum. Á heimasíðu okkar undir verslunardeild eru myndir og upplýsingar um vörur sem við getum boðið uppá. Við getum aðstoðað þig við hönnun, uppsetningu og skipulag á stórum sem smáum verslunum.
"Allt fyrir verslanir á einum stað"