Starfsmenn Vörukaupa gerðu sér glaðan dag laugardaginn 15.september og skelltu sér í golf í frábæru veðri á Setbergsvöll. Spilaðar voru 9 holur í tvímenningi. Eru menn sammála um að spilamennskan hafi verið ein sú besta sem sést hefur á þessum velli í sumar og réðust ekki úrslit fyrr en á síðustu holu þegar Einar Þór klúðraði pútti og sá gamli Helgi setti sitt örugglega niður. Sigurbjörn fílaði sig sem Tiger Woods þar sem að hann var með kylfusveininn Óskar sér til halds og trausts, en það dugði ekki til sigurs. Yngsti og elsti unnu mótið en Björgvin var kylfusveinn fyrir son sinn sem spilaði mjög vel á mótinu.
Vinningsliðið
Björgvin kylfusveinn, Eysteinn sonur Björgvins og Helgi.
Liðið sem ekki vann
Sigurbjörn a.k.a Tiger Woods, Einar og Óskar kylfusveinn Tigers.