Iceland opnaði í byrjun þessa mánaðar glæsilega nýja verslun í Vesturbergi.
Við hjá Vörukaup óskum þeim til hamingju með glæsilega verslun. Einnig stefna þeir á að opna núna fyrir páska nýja verslun í Arnarbakka þar sem að 10-11 var áður til húsa.
Allar verslanir Iceland eru opnar allan sólarhringinn
Undanfarnar vikur höfum við verið að vinna að uppsetningu á verslunarinnréttingum í verslun Föndurlist í Holtagörðum. Föndurlist er stærsta og flottasta föndurverslun landsins með gríðarlegau úrvali af fönduvörum.
Með uppsetningu á innréttingum frá Vörukaup jókst hillupláss um helming og við erum ekki hættir að bæta við.
Hér má sjá myndir frá uppsetningu á hillukerfum frá okkur. www.fondurlist.is
Nokkuð hefur verið um að viðskiptavinum okkar hafi vantað stóra öryggisloka upp á síðkastið.
Það er sama hversu lítinn eða stóran loka vantar, þá getum við eflaust fundið réttu lausnina.
Á meðfylgjandi myndum má sjá öfluga öryggisloka sem við fluttum inn annars vegar fyrir Alcan í Straumsvík og hinsvegar fyrir bræðslu H.B. Granda á Vopnafirði.
Verslunardeild Vörukaupa fór á Euroshop sýninguna í Dusseldorf í síðustu viku. Þessi sýning er haldin á 3 ára fresti og er sú stærsta innan verslunargeirans. Margt áhugavert var þar til sýnis og einnig er þetta góður vettvangur fyrir aðila að hittast og fara yfir málin.
Vörukaup munu á næstunni kynna nokkrar nýjungar sem voru á boðstólnum.