Í verslun okkar í Miðhrauni erum við með tilboðsgrind þar sem við munum bjóða eitthvað af vörum á tilboði á hverjum degi.
Undanfarið höfum við verið með tilboð á kúlulokum
Kúluloki 3/8" gult handfang 429,- stk án vsk
Kúluloki 3/8" gult handfang 498,- stk án vsk
N-Kúluloki 1 1/4" 1.870,- stk án vsk
N-Kúluloki 1 1/2" 2.200,- stk án vsk
Svo er trúlega hægt að prútta ef þú kaupir magn !
Hjá Vörukaup erum við með öfluga verslunardeild sem sérhæfir sig í þjónustu við matvöruverslanir og sérvöruverslanir. Vörukaup eru með umboð fyrir mörg af stærstu merkjunum í verslunarinnréttingum, lagerinnréttingum, kælum og frystum. Einnig erum við með á lager mikið úrval af upphengilausnum og auglýsingaskiltum. Á heimasíðu okkar undir verslunardeild eru myndir og upplýsingar um vörur sem við getum boðið uppá. Við getum aðstoðað þig við hönnun, uppsetningu og skipulag á stórum sem smáum verslunum.
"Allt fyrir verslanir á einum stað"
Til að þjónusta viðskiptavini okkar betur höfum við ákveðið að byrja með fréttaveitu á heimasíðu okkar. Með þessu munum við koma skilaboðum áfram til viðskiptavina um hin ýmsu mál er snerta Vörukaup. Nýjar vörur, sendingar, tilboð og fleira mun hér með birtast undir fréttum á heimasíðunni. Nýja fréttir eða upplýsingar munu birtast á mánudögum og verða þær því skýrðar "Mánudagsfréttir Vörukaupa"