Fréttir

Vörukaup Closed

Starfsmenn Vörukaupa gerðu sér glaðan dag laugardaginn 15.september og skelltu sér í golf í frábæru veðri á Setbergsvöll. Spilaðar voru 9 holur í tvímenningi. Eru menn sammála um að spilamennskan hafi verið ein sú besta sem sést hefur á þessum velli í sumar og réðust ekki úrslit fyrr en á síðustu holu þegar Einar Þór klúðraði pútti og sá gamli Helgi setti sitt örugglega niður. Sigurbjörn fílaði sig sem Tiger Woods þar sem að hann var með kylfusveininn Óskar sér til halds og trausts, en það dugði ekki til sigurs. Yngsti og elsti unnu mótið en Björgvin var kylfusveinn fyrir son sinn sem spilaði mjög vel á mótinu.  

  

Vinningsliðið

 

Vinningsliðið

 Björgvin kylfusveinn, Eysteinn sonur Björgvins og Helgi.  

Nánar: Vörukaup Closed

Tilboðsgrind

Í verslun okkar í Miðhrauni erum við með tilboðsgrind þar sem við munum bjóða eitthvað af vörum á tilboði á hverjum degi.

 

Undanfarið höfum við verið með tilboð á kúlulokum

 

Kúluloki 3/8" gult handfang 429,- stk án vsk

 

Kúluloki 3/8" gult handfang 498,- stk án vsk

 

N-Kúluloki 1 1/4" 1.870,- stk án vsk

 

N-Kúluloki 1 1/2" 2.200,- stk án vsk

 

Svo er trúlega hægt að prútta ef þú kaupir magn !

 

Vörukaup byrja með fréttaveitu á heimsíðu sinni

Til að þjónusta viðskiptavini okkar betur höfum við ákveðið að byrja með fréttaveitu á heimasíðu okkar. Með þessu munum við koma skilaboðum áfram til viðskiptavina um hin ýmsu mál er snerta Vörukaup. Nýjar vörur, sendingar, tilboð og fleira mun hér með birtast undir fréttum á heimasíðunni. Nýja fréttir eða upplýsingar munu birtast á mánudögum og verða þær því skýrðar "Mánudagsfréttir Vörukaupa"

 

loki frettir

 

Verslunardeild Vörukaupa

Hjá Vörukaup erum við með öfluga verslunardeild sem sérhæfir sig í þjónustu við matvöruverslanir og sérvöruverslanir. Vörukaup eru með umboð fyrir mörg af stærstu merkjunum í verslunarinnréttingum, lagerinnréttingum, kælum og frystum. Einnig erum við með á lager mikið úrval af upphengilausnum og auglýsingaskiltum. Á heimasíðu okkar undir verslunardeild eru myndir og upplýsingar um vörur sem við getum boðið uppá.   Við getum aðstoðað þig við hönnun, uppsetningu og skipulag á stórum sem smáum verslunum.

 

"Allt fyrir verslanir á einum stað"

 

 

 

 

Staðsetning

Lambhagavegi 5

113 Reykjavík

Sími 516-2600
vorukaup@vorukaup.is

 

Opnunartími

Mánudaga - Fimtudaga

08:00 - 17:00


Föstudaga
08:00 - 16:00
Framrskarandi fyrirtki 2017-2020