Fyrirtækið

Um fyrirtækið

Lambhagavegi 5

Vörukaup hf. var stofnað í júlí 1973, starfaði fyrst í Reykjavík í húsnæði sem var litlu stærra en 70 m2. Vörukaup flutti inn ýmsar vörur á upphafsárunum, þ.á.m. sælgæti, auk þess sem það flutti inn vörur til pípulagna, t.d. koparpípur og tengi, suðubeygjur og loka.

Árið 1976 flutti Vörukaup í Skipholt 15 og keypti síðar vörulager Sighvats Einarssonar & Co., sem hafði selt hreinlætistæki og flísar í sama húsi. Í kjölfarið hófst rekstur sem skipta má í þrjár deildir; pípulagnadeild, hreinlætisdeild og kælideild.

2001 var sölu hreinlætisvara hætt en kælideildin efld. Í dag er fyrirtækið leiðandi heildsala í kæliiðnaðinum og hefur á boðstólum alla hugsanlega hluta í kælikerfi. 2005 var innflutningur og sala á lokum fyrir sjávarútveg og vatnsveitur stórefldur og í dag á Vörukaup einhvern stærsta loka lager á Íslandi

Verslunardeildin bættist við síðla árs 2003 og með því hófst sala á kælum, frystum, afgreiðsluborðum, verslunarinnréttingum, hitaborðum, kjöt-og fiskborðum og nánast öllu sem þarf í eina búð.  Vörukaup kom með alvöru samkeppni inná þann markað til hagsbóta fyrir neytendur og hefur verið vel tekið af viðskiptavinum. Gæða vörur, góð verð, góð og skjót þjónusta.

Í dag skiptist fyrirtækið í þrjár deildir, Lagnadeild – Kælideild - Verslunardeild.

Vörukaup er með umboð fyrir mörg þekkt merki í lagna og kælideild: Hermann Schmidt, Maestrini srl., Meson, F.A.K. Armaturen, Rub valves, Belgicast, Brandoni, Vexve, Castel, Eliwell, Tempress, NMC, KME, Techno B, Pegler Yorkshire, Bitzer, Mitsubishi Electric, Copeland and Ritchie Yellow Jacket.

Verslunardeild er með umboð fyrir merki eins og Kider, Koxka, Finnebacks, Oscartielle, Incold, Intrac, Behr, Nuttal, Geck and Scaiola.

Company Profile in english


Staðsetning

Lambhagavegi 5

113 Reykjavík

Sími 516-2600
vorukaup@vorukaup.is

 

Opnunartími

Mánudaga - Fimtudaga

08:00 - 17:00


Verslunin verður lokuð dagana 25. – 29. maí næstkomandi

Föstudaga
08:00 - 16:00
Framrskarandi fyrirtki 2017-2020