Smá fræði í upphafi!
Til að hita 1 kg af vatni upp um 1°C þarf 4,187 KJ (kílójoule) af orku óháð tíma sem það tekur.
Ef við setjum orkunni tímamörk upp á eina sekúndu breytist einingin í KJ/s sem er það sama og kW (kílówatt). Það þarf því 4,187 kW til að hita 1 kg af vatni upp um 1°C á einni sekúndu.
Í bæklingum og handbókum gæti verið vísað í K sem hitastig. K stendur fyrir Kelvin og er eins kvarðað og Celsíus nema að Kelvin byrjar að telja við alkul (-273°C). Kelvin kvarðinn er aldrei í mínus.
1 kg af vatni er nákvæmlega 1 lítri við 4°C en breytist óverulega því fjær dregur meðan það er í fljótandi formi. Því lítum við svo á að 1 kg af vatni samsvari 1 lítra.