Buffertankur frá Borö, 100 lítra

Vörunúmer: 0171900 Flokkur:

Lýsing

Buffertankur er nauðsynlegur aukabúnaður fyrir loft í vatn og vatn í vatn varmadælur þegar upphitun er blanda af ofnakerfi og gólfhita. Ástæðan er sú að ofnakerfi þarf meiri hita en gólfhiti og varmadælan framleiðir þá hærri hitann og skilar honum í buffertank. Þaðan er svo vatni hringrásað um ofnakerfið annars vegar og gólfhitakerfið hins vegar sem verður þá að hafa blöndunarkerfi.

Buffertankur er einnig nauðsynlegur fyrir gólfhita ef hitastýring er á hverri slaufu, þ.e.a.s. hitastýring í hverju rými fyrir sig, vegna þess að þegar lítillar eða engrar hitunar er þörf þá getur lokast fyrir streymið og það hentar varmadælunni illa.

Þegar buffertankur er notaður ræðst álag varmadælunnar á hitastigi vatns í buffertanki.

    Senda fyrirspurn