Lýsing
Þrautseigi þjarkurinn
MSZ-AY varmadælan frá Mitsubishi Electric er einföld og hentar vel fyrir minni rými eins og bílskúra og smærri sumarhús.
Þrátt fyrir það, inniheldur hún marga af eiginleikum dýrari Mitsubishi Electric varmadæla eins og:
- Hringrásarkerfi til að dreifa hita frá öðrum orkugjöfum, eins og t.d. arin eða kamínu, um rýmið.
- Sérlega hljóðlát!
- Tvöföld yfirborðsvörn og V-gildrusía til að hindra að óhreinindi safnist fyrir á virkum flötum.
- WIFI fyrir þráðlausa og fjartengingu.
- Fjarstýringu.
- Viðhaldshitastillingu til að halda lágmarkshita á rými þegar það er mannlaust.
- Mött áferð á innitæki hindrar glampa og fellur betur að vegg og innra rými.
MSZ-AY fæst í eftirfarandi stærðum:
- AY-25VG: 2,4 kW P-Design (við -10°C úti og 20°C inni)
MAX 2,5 kW við -15°C úti - AY-35VG: 2,9 kW P-Design (við -10°C úti og 20°C inni)
MAX 2,8 kW við -15°C úti - AY-50VG: 4,2 kW P-Design (við -10°C úti og 20°C inni)
MAX 4,6 kW við -15°C úti